Hagahverfi

Hagar er nýjasti hluti Naustahverfis á Akureyri, syðst í byggðinni í nálægð við útivistarperlurnar Kjarnaskóg og Naustaborgir.

Hagahverfi

Í Hagahverfi er nú verið að byggja upp nýjasta hverfi Akureyrar, við hlið Naustahverfis í ótrúlegri náttúrufegurð milli hamrana undir Súlum og Eyjafjarðarleiranna, með útsýni yfir og inn Eyjafjörð. Hagahverfið verður nútímalegt og vistvænt hverfi í nálægð við helstu útivistarperlur Akureyrar; Kjarnaskóg og Naustaborgir. Bergfesta byggingarfélag byggir fjölbýlishús með íbúðum í fyrsta flokks gæðum, Í Hagahverfi verður gott að vera. Í hverfinu verða þjónustusvæði og skipulögð útivistar- og leiksvæði í blandaðri byggð einbýlis- og fjölbýlishúsa.

Götuheiti í Hagahverfi

Nafnanefndar Akureyrarbæjar kom með þá tillögu að götur verði kenndar við þekkta einstaklinga sem hafa sett svip sinn á bæinn í gegnum tíðina, til að halda nöfnum þeirra á lofti. En hverjir eru þessir heiðursborgarar sem fá götur í sínu nafni í hinu nýja Hagahverfi?

Davíðshagi
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. (1895-1964) Samdi ljóð og leikverk og oft nefndur þjóðarskáldið. Hann fæddist í Fagraskógi við Eyjafjörð en lést á Akureyri og hvílir í Möðruvallakirkjugarði í Hörgárdal. Við Bjarkarstíg 6 á Akureyri er safnið Davíðshús, sem er tileinkað honum. *

Elísabetarhagi
Elísabet Sigríður Geirmundsdóttir, listakona (1915-1959) var oft nefnd listakonan í fjörunni. Hún teiknaði húsið í Aðalstræti 70 þar sem hún bjó ásamt manni sínum og garðinn prýða enn verk hennar. *

Geirþrúðarhagi
Geirþrúður Thyrrestrup (1805-) var kaupmannsdóttir og átti sér merka kvennasögu á Akureyri.

Gudmannshagi
Friðrik Gudmann var kaupmaður á Akureyri en árið 1872 keypti hann húsið að Aðalstræti 14 og breytti í spítala og færði bænum að gjöf en það var fyrsti spítali bæjarins. húsið var eftir það kallað Gudmanns Minde. Það þjónaði því hlutverki til 1899 þegar því var breytt í íbúðarhús en hefur nú verið gert upp og er hin mesta bæjarprýði, *

Halldóruhagi
Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) var skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, fyrsti formaður Sambands norðlenskra kvenna og átti þátt í stofnun fjölda kvenfélaga víða um land. Með störfum sínum og félagsmálum átti Halldóra mikilvægan þátt í því að hefja heimilisiðnað kvenna til vegs og virðingar. Hún var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir kvennalista árið 1921. *

Kristjánshagi
Kristjáni Einarsson skáld frá Djúpalæk (1916-1994) var ljóðskáld, leikskáld, dægurlagahöfundur og þýðandi en jafnframt barnakennari og ritstjóri um tíma. Eftir hann liggja nokkur merkustu verk íslandssögunnar. *

Matthíasarhagi
Matthías Jochumsson (1835-1920), skáld og prestur. Hann samdi m.a. leikritið Skugga-Svein og ljóðið Lofsöngur sem er ljóðið við þjóðsöng Íslendinga. Síðustu ár sín bjó hann í húsinu Sigurhæðum, sem hann lét reisa sjálfur. Húsið er í dag safn um ævi hans og störf. *

Nonnahagi
Nonni (Jón Sveinsson, 1857-1944) fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal og bjó á Akureyri öll æskuár sín. Hann skrifaði barnasögur og frægastar eru bækur hans um Nonna, en þær hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og gefnar út í milljónum eintaka. Hann ferðaðist víða og fjallaði um Ísland og sérstaklega um Eyjafjörðinn. Nonni var gerður að heiðursborgara Akureyrar árið 1930. *

Jóninnuhagi
Jóninna Sigurðardóttir (1879-1972) var matreiðslukennari og rithöfundur sem hafði mikil áhrif á þróun íslenskrar matargerðar í upphafi 20. aldar. Hún kenndi matreiðslu víða um Norðurland og á Akureyri og skrifaði og gaf út matreiðslubækur. *

Steindórshagi
Steindór Steindórsson (1902-1997), ólst upp á Hlöðum í Hörgárdal, var náttúrufræðingur og skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1966-1972. Hann nam grasafræði við Kaupmannahafnarháskóla og skipa rannsóknir hans og vísindarit honum í fremstu röð íslenskra náttúrufræðinga. *

Wilhelmínuhagi
Wilhelmína Lever (1802-1879), var fyrst kvenna á Íslandi til að kjósa í bæjarstjórnarkosningum, en það var árið 1863, ári eftir að Akureyri hlaut kaupstaðaréttindi. Hún var framkvæmdasöm, litrík og merk persóna í sögu Akureyrar og fyrirmynd í kvennabaráttu. *

Um Bergfestu byggingarfélag

 

Við byggjum af metnaði, vandaðar byggingar með þarfir íbúa í huga hvort sem það eru einstaklingar eða stórar fjölskyldur.

Íbúðirnar okkar eru hannaðar hagkvæmar í stærðum, nútímalegar og við vöndum valið á innréttingum og veljum gæða heimilistæki.