Myndirnar eru allar leiðbeinandi, íbúðunum er skilað hvítmáluðum og með innréttingum eins og lýst er í skilalýsingu. Birt með fyrirvara um breytingar.
Falleg einbýli í Hagahverfi á Akureyri
150,0 fm einbýlishús ásamt bílskýli við Margrétarhaga og Margrétarhaga á Akureyri. Afhendast fullbúin haust/vetur 21-22
Húsin verða öll hin glæsilegustu með öllum helstu nútíma þægindum s.s. stóru alrými þar sem verður eldhús, stofa og sjónvarpshol. Verönd til vesturs með góðum skjólveggjum og þar verður gert verður ráð fyrir heitum potti. Húsin munu skiptast i forstofu, 2 baðherbergi, þvottahús, 2 – 3 svefnherbergi, alrými þar sem er eldhús, stofa og sjónvarpshol. Geymsla innan íbúðar. Gott útsýni.
Húsin verða öll björt og rúmgóð. Vel skipulögð með sveigjanleika í huga.
Nánar um húsin í Margrétarhaga og Matthíasarhaga

Geirþrúðarhagi 6a og 6b
Vel skipulagðar 14 íbúðir í 2 fjölbýlishúsum. Íbúðirnar eru nútímalegar og bjartar með suðursvölum .

Halldóruhagi 8-14
Íbúðirnar í Halldóruhaga 8-14 eru virkilega skemmtilegar íbúðir, vel skipulagðar á fallegum stað og hafa hlotið verðskuldaða athygli, meðal annars byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar 2020.

Ásatún 40-46
Byggð voru 4 hús með samtals 60 íbúðum. Íbúðirnar voru vandaðar og vel hannaðar, í göngufæri frá framhaldsskólum, grunnskólum, leikskólum, matvöruverslun og einstöku útivistarsvæði.
Byggt af Bergfestu
Bergfesta byggingarfélag byggir litlar en vandaðar og vel skipulagðar íbúðir á Akureyri, fyrir fjölskyldur og einstaklinga, á hagstæðu verði en þó með því að slá hvergi af gæðunum.
Við leggjum mikla áherslu á að byggja íbúðir fyrir þarfir nútímans og hugsum fyrir smáatriðunum, sem geta skipt miklu máli þegar upp er staðið.
Bergfesta byggir í hinu nýja og eftirsótta Hagahverfi, sem byggist upp hratt á næstu árum. Frábær staðsetning, veðursælt umhverfi og útsýnið einstakt
Skoðaðu íbúðirnar í Halldóruhaga

Fyrri verkefni

Ásatún 40-46
Fullbúnar íbúðir í Ásatúni 40-46. Afhentar 2016-2017.

Stekkjartún 32
Fullbúnar íbúðir í Stekkjartúni 32, afhentar 2018
Um Bergfestu byggingarfélag
Við byggjum af metnaði, vandaðar byggingar með þarfir íbúa í huga hvort sem það eru einstaklingar eða stórar fjölskyldur.
Íbúðirnar okkar eru hannaðar hagkvæmar í stærðum, nútímalegar og við vöndum valið á innréttingum og veljum gæða heimilistæki.