Margrétarhagi

Vel skipulögð, falleg og nett einbýlishús með bílskýli í nýja Hagahverfi á Akureyri

150,0 fm einbýlishús ásamt bílskýli við Margrétarhaga á Akureyri.

Húsin verða öll hin glæsilegustu með öllum helstu nútíma þægindum. Verönd til vesturs með góðum skjólveggjum og gert ráð fyrir heitum potti. Húsin skiptast i forstofu, 2 baðherbergi, þvottahús, 2 – 3 svefnherbergi, alrými þar sem er eldhús, stofa og sjónvarpshol. Geymsla innan íbúðar. Gott útsýni.
Húsin verða öll björt og rúmgóð. Vel skipulögð með sveigjanleika í huga.

Myndirnar eru allar leiðbeinandi, íbúðunum er skilað hvítmáluðum og með innréttingum eins og lýst er í skilalýsingu. Birt með fyrirvara um breytingar.

W

Vel skipulögð og falleg einbýlishús

Einbýlishús með 3 herbergjum auk stofu. Samliggjandi eldhús og stofa. Hentar mjög vel fólki sem er að minnka við sig úr stórum húsum.

Vandaður frágangur

Vandaður frágangur hvort sem um er að ræða glugga, þak, útisvæði eða innréttingar.

Þægindi yfir vetrartímann

Snjóbræðslukerfi er í allri gangstétt utandyra innan lóðar sem og sorpgerði. Hitakaplar eru í þakniðurföllum. Hiti í öllum gólfum auk handklæðaofns á baðherbergjum.

Z

Lítil viðhaldsþörf

Íbúðirnar og húsin séu sem mest viðhaldsfrí. Að utan eru húsin klædd með lituðu áli, gluggar og útihurðir eru álklædd að utan og tré að innan.

Stórt bílskýli

Fyrir framan húsið er 40 m2 bílskýli þar sem hægt er að setja upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Bílskýlið verndar bílinn þinn fyrir ofankomu og bleytu en eyðir ekki dýrmætum fermetrum í skúr.

Viltu fá nánari upplýsingar um húsin í Margrétarhaga?

Við viljum bjóða þér að panta tíma með sölumanni og fá nánari upplýsingar um íbúðirnar með því að nota formið hér til hliðar og bóka þann tíma sem hentar þér að sölumaðurinn hafi samband.

Sölumaður okkar mun í framhaldinu hafa samband við þig.

Athugið að panta með a.m.k. dags fyrirvara..

Fáðu nánari upplýsingar

2 + 10 =

Grunnmyndir

Þessar myndir eru birtar með fyrirvara um mögulegar breytingar.

 

Myndir frá Margrétarhaga

Húsin eru hönnuð hjá Kollgátu Arkitektum á Akureyri.

Þessar myndir eru birtar með fyrirvara um mögulegar breytingar.

 

Margrétarhagi 11-17

Á friðsælum stað í hinu nýja Hagahverfi.

Viltu nánari upplýsingar?

Eftirtaldar fasteignasölur veita allar nánari upplýsingar um eignirnar.

Um Bergfestu byggingarfélag

 

Við byggjum af metnaði, vandaðar byggingar með þarfir íbúa í huga hvort sem það eru einstaklingar eða stórar fjölskyldur.

Íbúðirnar okkar eru hannaðar hagkvæmar í stærðum, nútímalegar og við vöndum valið á innréttingum og veljum gæða heimilistæki.