Nútímaleg, falleg og vel skipulögð einbýlishús á Akureyri

Einstaklega vönduð og nett einbýlishús með bílskýli við Matthíasarhaga í nýja Hagahverfi á Akureyri, eru í byggingu.

Öll húsin í Matthíasarhaga eru seld. Afhending er vetur/vor 2022

150 fm einbýlishús ásamt 40fm bílskýli við Matthíasarhaga á Akureyri.

Húsin verða öll hin glæsilegustu með öllum helstu nútíma þægindum. Verönd til vesturs með góðum skjólveggjum og gert ráð fyrir heitum potti. Húsin skiptast i forstofu, 2 baðherbergi, þvottahús, 2 – 3 svefnherbergi, alrými þar sem er eldhús, stofa og sjónvarpshol. Geymsla innan íbúðar. Gott útsýni.
Húsin verða öll björt og rúmgóð. Vel skipulögð með sveigjanleika í huga.

Myndirnar eru allar leiðbeinandi, íbúðunum er skilað hvítmáluðum og með innréttingum eins og lýst er í skilalýsingu. Birt með fyrirvara um breytingar.

W

Vel skipulögð og falleg einbýlishús

Einbýlishús með 3 herbergjum auk stofu. Samliggjandi eldhús og stofa. Hentar mjög vel fólki sem er að minnka við sig úr stórum húsum.

Vandaður frágangur

Húsin skilast fullbúin að utan. Húsin verða klædd með lituðu áli og timbri, lóðrétt að mestu leyti. Sambland af timbri/gleri eða sambærilegum efnum eru í hliðum í bílskýli.

Þægindi yfir vetrartímann

Snjóbræðslukerfi er í allri gangstétt utandyra innan lóðar sem og sorpgerði. Hitakaplar eru í þakniðurföllum. Hiti í öllum gólfum auk handklæðaofns á baðherbergjum.

Z

Lítil viðhaldsþörf

Íbúðirnar og húsin séu sem mest viðhaldsfrí. Að utan eru húsin klædd með lituðu áli, gluggar og útihurðir eru álklædd að utan og tré að innan.

Stórt bílskýli

Fyrir framan húsið er 40 m2 bílskýli þar sem hægt er að setja upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Bílskýlið verndar bílinn þinn fyrir ofankomu og bleytu en eyðir ekki dýrmætum fermetrum í skúr.

Grunnmyndir

Þessar myndir eru birtar með fyrirvara um mögulegar breytingar.

Grunnmyndir -nánar

PDF skjöl, birt með fyrirvara um breytingar

Skilalýsing


Í skilalýsingunni koma fram helstu upplýsingar um íbúðina og er hluti af kaupsamningi íbúða. Skilalýsingunni er ekki ætlað að vera tæmandi og áskilur seljandi sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar á meðan á byggingarframkvæmdum stendur. Ef texta byggingarlýsingar og skilalýsingar ber ekki saman gildir byggingarlýsing.

Innréttingar

Í húsunum verða vandaðar innréttingar frá Nobilia, m.a. sjónvarpsskápur í fjölskyldurými. Borðplötur verða úr steinefni bæði á baði og í eldhúsi.
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri.

Utandyra

Verönd er steypt með niðurfalli, útiljósum og rafmagnstenglum. Burðarvirki skjólveggja er úr málmi og timbri. Skjólveggir verða klæddir með timbri, málmi eða sambærilegum efnum. Gert er ráð fyrir að kaupendur geti sett heitan pott á verönd (það verður ídráttarrör fyrir vatnslagnir, rafmagn, niðurfall). Norðan við húsin, skv. teikningum arkitekts, verða til staðar lagnaleiðir við útvegg til síðari notkunar/hönnunar hjá kaupendum.

Húsin verða klædd með lituðu áli og timbri, lóðrétt að mestu leyti. Sambland af timbri/gleri eða sambærilegum efnum eru í hliðum í bílskýli.

Lóð umhverfis hús er graslögð/perlumöl þar sem við á. Tvö steypt bílastæði fylgja húsinu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að koma fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. Í bílskýli eru útiljós og rafmagnstengill.

Rennihurð VELFAC 200

Tvöföld rennihurð opnar úr stofu og út á steypta verönd, en þar er gert ráð fyrir að hægt verði að setja heitan pott, þar sem sett verða ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn.

Eldhús

Eldhús er fullbúið með vönduðum tækjum frá viðurkenndum framleiðanda, þar með talið spanhelluborði með innbyggðum gufugleypi, veggofni með kjöthitamæli og sjálfvirkum hreinsibúnaði, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Stálvaskur er í borðplötu. Eldhúsinnrétting er frá GKS en framleiðandinn er þýska fyrirtækið Nobilia. Eldhúsinnréttingin er með mjúklokunarbúnaði og borðplötur eru úr steinefnum.
Helluborðið í eyjunni er þannig að gufugleympirinn er innbyggður og sogast loftið niður. Það þarf því ekki að draga eitthvað upp úr helluborðinu og ekkert hangir yfir því heldur.

Gluggar og hurðir

Gluggar og hurðir sem endast

Ál/tré glugga-og hurðakerfið í húsinu er frá Velfac í Danmörku. Gluggar eru hefðbundnir ál/trégluggar með tvöföldu einangrunargleri. Gluggar eru settir í eftirá. Gluggar og útihurðir eru álklæddir að utan í dökkum lit og hvítir að innan.

Nánar um Velfac

Hurðir og hurðarhúnar

Hurðarhúnar frá ítalska framleiðandanum Reguitti og innihurðir frá Herholz í Þýskalandi.

Borðplata

White Storm borðplata frá Quartz úr Granít Steinum.

Parket

TDS Neutral Longplank
Líflegt og fallegt efni frá Balterio, sérframleitt fyrir Egill Árnasoon ehf. Framleitt í Belgíu.

Breiðir og langir plankar.
950 kg/m2 (því meiri pressun í kjarna því meira höggþol í parketinu).
FitXpress læsingar í endum (plastfjöður). Stórar læsingar á langhliðum.
Læsingarnar eru vaxbornar sem auðvelda samsetningu og minnka líkur á braki.

Flísar

Flísar – Ragno Realstone Rain
Egill Árnason
Litur: Greige

Flísar eru fyrsta flokks gegnheilar flísar úr Realstone Rain línunni frá ítalska framleiðandanum Ragno.

Réttskornar og frostþolnar, með mattri hálkuvarðri áferð (R10).

Hljóðeinangrandi plötur

Hljóðeinangrandi plötur frá FibroTech. Fallegar viðarklæðning sem bætir hljóðvist á heimilinu til muna.
Egill Árnason.

Heimilis- og hreinlætistæki

Hönnuðir og byggingaraðilar

Arkitektahönnun: Valþór Brynjarsson (Kollgáta ehf).
Hönnunarstjóri: Ingólfur Guðmundsson (Kollgáta ehf)
Verkfræðihönnun: Svavar M Sigurjónsson (Verkhof ehf).
Raflagnahönnun: Finnur Víkingsson, Raftákn ehf.
Innanhússráðgjöf: Berglind Berndsen
Raflagnir: Steingrímur Ólafsson, Eltech ehf.
Lagnir: Tómas Ingi Helgason, Norðurlagnir ehf.
Málning: Sævar Eysteinsson , Betri fagmenn ehf.
Uppsteypa og utanhúsfrágangur: Jón Örvar Eiríksson , Böggur ehf.
Múrverk: Valdimar Þórhallsson, Múriðn ehf.
Frágangur innanhúss: Jón Örvar Eiríksson , Böggur ehf.
Byggingarstjóri: Böðvar Kristjánsson
Byggingaraðili / Seljandi: Kista byggingarfélag ehf.

Staðsetning í Hagahverfi

Hagahverfi er nýjasta hverfi Akureyrarbæjar, þar rís blönduð byggð þar sem nyrst eru hærri byggingar en sunnar eru lægri hús. Hverfið er mjög skemmtilega staðsett undir Naustaborgum með útivistarperluna Kjarnaskóg í næsta nágrenni. Auðveldar akstursleiðir verða úr hverfinu til suðurs og norðurs.

Um Bergfestu byggingarfélag

 

Við byggjum af metnaði, vandaðar byggingar með þarfir íbúa í huga hvort sem það eru einstaklingar eða stórar fjölskyldur.

Íbúðirnar okkar eru hannaðar hagkvæmar í stærðum, nútímalegar og við vöndum valið á innréttingum og veljum gæða heimilistæki.